„Ekkert ábyrgðarleysi“

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna. mbl.is/Golli

„Báðir flokk­ar hafa þá af­stöðu að vilja fara í breyt­ing­ar í sjáv­ar­út­vegs­mál­um. Við höf­um hins veg­ar alltaf sagt, eða að minnsta kosti ég, að það þurfi að vanda sig í öllu sem lýt­ur að þess­ari mik­il­vægu at­vinnu­grein okk­ar. Hún er auðvitað í viðkvæmri stöðu með sín­ar miklu skuld­ir. Ef þetta verður í mín­um hönd­um, og eitt­hvað sem ég ber ábyrgð á, verður ekk­ert ábyrgðarleysi í því,“ sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður Vinstri grænna, spurður út í frétt Morg­un­blaðsins í gær­dag þess efn­is að stjórn­ar­flokk­arn­ir ætluðu ekki að ráðast í rót­tæk­ar breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu á næst­unni.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, svaraði spurn­ing­um blaðamanns frétta­vefs Morg­un­blaðsins, mbl.is, hins veg­ar af­drátt­ar­laust. Jó­hanna sagði að stefna beggja flokka væri að kalla afla­heim­ild­ir inn í áföng­um og sú leið yrði far­in.

Flokk­arn­ir funduðu stíft í gær­kvöldi um stjórn­arsátt­mála sem að öll­um lík­ind­um verður kynnt­ur al­menn­ingi á laug­ar­dag­inn. Stein­grím­ur og Jó­hanna voru á einu máli um það að vinn­an gengi vel. Jó­hanna sagði ekk­ert hafa komið upp sem breytti því að ný rík­is­stjórn yrði kynnt um helg­ina. Stein­grím­ur bætti því við að til lands sæ­ist í flest­um efn­um „En það er nátt­úr­lega ekki búið að ganga frá sam­komu­lagi um neitt fyrr en það er búið að klára allt. Það er heild­ar­mynd­in sem að lok­um verður met­in.“

Stein­grím­ur sagði að um leið og niðurstaða feng­ist væri hægt að tíma­setja hvenær þing yrði kallað sam­an. Hann sagði enn­frem­ur að þess þings biðu ærin verk­efni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert