Embætti borgarendurskoðanda lagt niður

Frá fundi í borgarstjórn Reykjavíkur.
Frá fundi í borgarstjórn Reykjavíkur.

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag að leggja embætti borgarendurskoðanda niður frá og með 15. maí en tillaga þess efnis kom frá fjármálastjóra og skrifstofustjóra borgarinnar. 

Borgarendurskoðun var lögð niður árið 2003 en þá var annars vegar stofnuð innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og hins vegar samið um ytri endurskoðun borgarinnar við Grant Thornton að undangengu útboði. Starf borgarendurskoðanda var þá fært á skrifstofu borgarstjórnar þar sem borgarendurskoðandi annaðist tengsl við ytri endurskoðendur og eftirlit með framkvæmd samningsins við þá.

Með nýjum samningum um ytri endurskoðun Reykjavíkurborgar hafa þessi verkefni borgarendurskoðanda verði færð til fjármálastjóra borgarinnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert