„Kom verulega á óvart“

Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.

„Það kom mér veru­lega á óvart hvað þetta er mikið,“ seg­ir Guðríður Arn­ar­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Kópa­vogi, varðandi upp­lýs­ing­ar sem bær­inn hef­ur tekið sam­an um viðskipti við fyr­ir­tæki dótt­ur bæj­ar­stjór­ans. Sam­fylk­ing­in óskaði eft­ir þess­um upp­lýs­ing­um á fundi bæj­ar­ráðs í dag.

„Við flett­um í gegn­um það sem ligg­ur fyr­ir. Þessi viðskipti nema tug­um millj­óna síðustu 10 árin,“ seg­ir Guðríður og bæt­ir við að gróft reiknað nemi þetta um 50 millj­ón­um kr.

Fyr­ir um mánuði síðan óskaði Sam­fylk­ing­in í Kópa­vogi eft­ir upp­lýs­ing­um um viðskipti bæj­ar­ins við fyr­ir­tækið Frjálsa miðlun, tíu ár aft­ur í tím­ann. Þá voru þær ekki til­bún­ar. 

„Við óskuðum á fund­in­um eft­ir því að fá þau gögn sem væri búið að taka sam­an, og vild­um fá það í dag. Við feng­um það ekki. En við feng­um að sjá þessi plögg sem liggja fyr­ir, en feng­um þau ekki af­hent,“ seg­ir Guðríður.

Aðspurð seg­ir hún að bæj­ar­yf­ir­völd hafi lofað að gögn­in muni liggja fyr­ir á fundi bæj­ar­ráðs í næstu viku. „Þá mun­um við fá af­hent gögn­in, list­ann yfir verk­in, upp­hæðirn­ar og árin sund­urliðað. Ásamt upp­lýs­ing­um um hvað af þess­um verk­um var boðið út,“ seg­ir hún. 

„Það kom mér á óvart hvað þetta er lang­ur listi og það kom mér á óvart hvað þetta eru háar upp­hæðir,“ seg­ir Guðríður og bæt­ir við: „Þessi verk eiga sér öll von­andi skýr­ing­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert