Rúmlega 5 milljarða tap á rekstri Akureyrarbæjar

Horft út Eyjafjörðinn með Akureyri í forgrunni.
Horft út Eyjafjörðinn með Akureyri í forgrunni. www.mats.is

Rekstrarniðurstaða Akureyrarbæjar var neikvæð um 5065 milljónir króna eftir fjármagnsliði á síðasta ári. Segir bærinn, að niðurstaðan skýrist nær alfariðaf reiknuðum liðum, vegna veikingar íslensku krónunnar og verðlagsbreytinga.

„Í stuttu máli þá eru ástæður hallans fyrst og fremst  veiking krónunnar  ásamt verðbótum  og gengismun uppá 4,9 milljarða. Einnig má nefna að  launahækkun var hjá starfsmönnum sveitarfélaga á síðasta ári og jafnframt eru lífeyrisskuldbindingar að hækka," segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri.

 Hún bendir á þetta sé halli á samstæðunni allri með Norðurorku innifalinni, en fyrirtækið tapaði miklu á síðasta ári.
 
„Þrátt fyrir þessa stöðu í erfiðu árferði þá stendur bærinn vel og er að skila veltufé frá rekstri uppá um það bil 1200 milljónir sem er ásættanlegt að mínu mati. Viðbrögð við þessari niðurstöðu hófust strax á síðasta ári með aðhaldsaðgerðum og eins og fram hefur komið áður eru miklar aðgerðir til þess að draga úr öllum kostnaði á þessu ári hjá bænum," segir Sigrún Björk.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert