Utanríkisráðuneytið íslenska hefur haft samband við sænska sendiráðið í Brasilíu vegna máls Ragnars Erlings Hermannssonar, sem handtekinn var þar í landi í síðustu viku með tæp 6 kíló af kókaíni í fórum sínum.
Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur sænska sendiráðið falið sænska ræðismanninn í borginni Recife, þar sem Ragnar er í gæsluvarðhaldi, að fara í heimsókn til hans eins fljótt og auðið er.