Segjast hafa tekið yfir húsið á ný

Lögreglumenn við húsið við Vatnsstíg í apríl.
Lögreglumenn við húsið við Vatnsstíg í apríl. mbl.is/Júlíus

Hópur fólks segist nú hafa í þriðja skipti tekið yfir húsið Vatnsstíg 4 í Reykjavík. Segir í tilkynningu frá hópnum, að þrátt fyrir síendurtekna innrás yfirvaldsins í búðina sé svonefnd Fríbúð í húsinu aftur opin í dag og sé það yfirlýsing um staðfestu og andspyrnu.

Í tilkynningunni segir, að fríbúðin hafi fyrst verið opnuð fyrst föstudaginn 10 apríl og verið opin þar til lögregla eyðilagði húsið með innrás 15 apríl. Búðin hafi verið opnuð á ný í gær en lögregla lokað henni samdægurs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert