Bitni ekki á börnum

Sjöfn Þórðardóttir.
Sjöfn Þórðardóttir.

Sjöfn Þórðardóttir, formaður Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra, segir ummæli Ólafs Loftssonar, formanns Félags grunnskólakennara, í Morgunblaðinu í gær hafa verið ósanngjörn. Þar sagðist Ólafur m.a. sakna þess að hafa ekki heyrt meira frá foreldrum og samtökum þeirra vegna boðaðs niðurskurðar í skólunum.

Sjöfn bendir á ályktun Heimilis og skóla, sem samþykkt var á aðalfundi samtakanna í síðustu viku. Þar eru stjórnvöld hvött til að standa vörð um samfélags- og velferðarmál. Ljóst sé að víða þurfi að skera niður og mikilvægt að sá niðurskurður bitni ekki á börnum og ungmennum.

„Allar niðurskurðartillögur þarf að ígrunda vandlega með hliðsjón af þeim afleiðingum sem þær geta haft til lengri tíma litið. Það er áríðandi að halda uppi styrku velferðarneti fyrir fjölskyldurnar í landinu, hlúa að velferð og menntun og standa vörð um grunnþjónustu við börnin. Jafnframt hvetjum við fjölskyldur í landinu til að rækta garðinn sinn, treysta vináttubönd og njóta jákvæðra og uppbyggjandi samskipta. Með því móti geta allir lagt sitt af mörkum við að gera samfélagið barnvænna,“ segir í ályktun Heimilis og skóla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert