Brown vísaði allri ábyrgð á Íslendinga

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Reuters

Ekki hafa fengist skýringar á ummælum Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, um viðræður breskra stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, í breska forsætisráðuneytinu í morgun.

Blaðamaður mbl.is ræddi við fulltrúa fjölmiðlaskrifstofu ráðuneytisins í morgun og fékk frá honum afrit af ummælum. Að öðru leyti vildi fjölmiðlaskrifstofa ráðuneytisins ekki tjá sig um málið.

Þýðing á umælinum fara hér á eftir.

„Ég hitti hjúkrunarfræðinga við Christie sjúkrahúsið þegar ég var fyrir norðan. Ég hef einnig svarað spurningum um málið í þinginu og skrifað fjölda fólks þar sem ég hef líka áhyggjur af stöðunni. Staðreyndin er sú að við erum ekki eftirlitsaðilinn (regulatory authority) og að fjöldi fólks til viðbótar átti peninga í sjóðum sem voru undir eftirliti íslenskra yfirvalda.

Ábyrgðin á greiðslu skulda liggur fyrst og fremst hjá íslenskum yfirvöldum og því erum við í viðræðum við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og aðrar stofnanir um það á hvaða hraða íslensk yfirvöld geti endurgreitt það tap sem þau bera  ábyrgð á. Við höfum  þó einnig samþykkt að skoða málefni Christie sérstaklega og kanna hvað við getum gert til að skilja hvernig við getum aðstoðað þau.”

Síðar sagði hann: „Við og æruverðugur herramaðurinn verðum að sætta okkur við þá staðreynd að mun fleiri, sem voru undir eftirliti íslenskra eftirlitsyfirvalda, töpuðu peningum, og það leiddi til þess að ákveðin fordæmi voru gefin. Við verðum að skoða málið í heild sinni og við munum gera það.”

Brown sagði þetta er hann var spurður um stöðu Christie-spítalans í Manchester í fyrirspurnatíma í neðri deild þingsins á miðvikudag. Christie tapaði sex milljónum punda við fall Kaupþings Singer & Friedlander, sem er breskur banki og heyrir því undir breska fjármálaeftirlitið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert