Fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru fullar í nótt. Sex eru inni í tengslum við líkamsárás sem gerð var í heimahúss Breiðholti í gær og þrír voru handteknir er bátur strandaði við Geirsnef í gærkvöldi. Þeir eru grunaðir um ölvun. Þá var 19 ára karlmaður stöðvaður á 147 km hraða á Reykjanesbraut til móts við Smáralind um þrjú leytið í nótt, en þar er leyfilegur hámarkhraði 70 km/klst. Hann er einnig grunaður um ölvun við akstur og var sviptur ökuskírteini á staðnum.