Fannhvít jörð í Eyjafirði

Ytri-Tjarnir í Eyjafirði
Ytri-Tjarnir í Eyjafirði Mynd/Benjamín Baldursson

Það var vetr­ar­legt víða á Norður­landi í morg­uns­árið og jörð orðin al­hvít á ný þegar fólk reis úr rekkju. Áfram er spáð norðlæg­um átt­um um helg­ina.

Við bænd­um í inn­an­verðum Eyjaf­irði blasti fann­hvít jörð í morg­un eins og mynd Benja­míns Bald­urs­son­ar, bónda að Ytri-Tjörn­um sýn­ir.

Á Ak­ur­eyri var held­ur kulda­legt um að lit­ast í morg­un, hvítt yfir og hiti skreið yfir frost­markið.

Vor­hretið mun þó ekki standa lengi. Upp úr helg­inni taka við suðlæg­ari átt­ir og fer veður þá aft­ur hlýn­andi.

Veður­spá næsta sól­ar­hring: Norðan og norðvest­an 13-18 m/​s, en sums staðar hvass­ari úti við strönd­ina og í vind­strengj­um sunn­an fjalla. Slydda eða snjó­koma með köfl­um á N-verðu land­inu, en bjart með köfl­um syðra. Hætt við skúr­um SA-lands síðdeg­is. Dreg­ur smám sam­an úr vindi S- og V-lands og létt­ir til í nótt og á morg­un. Hiti yf­ir­leitt 0 til 5 stig, en allt að 12 stig­um syðst.

Veður­spá fyr­ir laug­ar­dag: Norðvest­an 8-13 m/​s, en 13-18 úti við NA-strönd­ina. Dá­lít­il snjó­koma eða él á N- og A-landi, en ann­ars bjartviðri. Læg­ir seinni part­inn, en snýst í suðvestanátt og fer að rigna V-lands um kvöldið. Vægt frost NA-lands, en hiti ann­ars 0 til 5 stig.

Veður­spá fyr­ir sunnu­dag: Suðvest­an 8-13 m/​s og rign­ing á V-verðu land­inu, en þurrt að kalla eystra. Hvess­ir V-lands um kvöldið. Hlýn­andi veður.

Akureyri í morgun
Ak­ur­eyri í morg­un mbl.is/​Skapti Hall­gríms­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka