Heimslögregla kapítalismans

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra segir að hlutverk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé að herða þumalskrúfurnar á íslensku þjóðinni og sjá til þess að hún borgi eins og lánardrottnar geri kröfu um. Sjóðurinn sé heimslögregla kapítalismans.

Eftir ríkisstjórnarfund í morgun sagði hann að það væri annarra ráðherra að svara fyrir samskipti við Bretland og Gordon Brown. Það væri þó íhugunarvert að Gordon Brown héldi því fram að bresk stjórnvöld hefðu rætt við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn vegna Icesaveskuldanna. 

Ögmundur sagði, að afstaða hans til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væri  óbreytt. Sjóðurinn hefði verið fenginn af  lánardrottnum Íslands til að herða þumalskrúfurnar á þjóðinni.  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi það hlutverk að sjá til þess að við borgum eins og lánardrottnar okkar geri kröfu um. Hann sé heimslögregla kapítalismans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert