Kuldi bítur mótmælendur

Fáir mættu til að mótmæla aðgerðaleysi  ríkisstjórnarinnar í málefnum heimilanna en ASÍ var meðal þeirra sem hvatti til þátttöku.  Þó voru um eitthundrað manns þegar mest var. Mótmælin sem voru á vegum samtakanna Nýrra tíma, hófust fyrir utan Alþingishúsið en þátttakendur gengu saman að Stjórnarráðinu. Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon buðu hluta mótmælenda til skrafs og ráðagerða í ríkisstjórnarherberginu í Stjórnarráðinu.

Eins og sjá má í sjónvarpsfrétt mbl voru mótmælendur ekki á eitt sáttir um niðurstöðu fundarins. Jóhanna Sigurðardóttir sagði fundinn hafa verið gagnlegan og það hefði staðið til að kalla fulltrúa Hagsmunasamtaka heimilanna á fund , en þau hefðu komið sjálf áður en af því varð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert