Nafnbirting verði endurskoðuð

Ragna Árnadóttir
Ragna Árnadóttir mbl.is/Kristinn

Ragna Árna­dótt­ir dóms­málaráðherra úti­lok­ar ekki að könnuð verði leið til þess að ná til kröfu­hafa á ann­an hátt en að birta nöfn um­sækj­enda um nauðasamn­inga vegna greiðsluaðlög­un­ar í Lög­birt­inga­blaðinu eins og nú hef­ur þegar verið gert.

„Ef menn vilja skoða það þá verður það vænt­an­lega gert en þá verða menn líka að skoða til­gang­inn með þessu,“ seg­ir Ragna.

Hún seg­ir inn­köll­un í Lög­birt­inga­blaðinu þjóna þeim til­gangi að veita þeim sem eiga kröf­ur á hend­ur skuld­ara vitn­eskju um að nauðasamn­ings­ferli standi fyr­ir dyr­um. „Þetta virk­ar harka­legt en það er vegna þess að verið er að safna sam­an öll­um mögu­leg­um upp­lýs­ing­um um stöðu skuld­ara og ekki síst að gefa kröf­u­eig­end­um kost á að lýsa sín­um kröf­um. Þeir þurfa í raun­inni að hlíta því að þeirra kröf­ur séu skorn­ar niður að hluta hvað varðar greiðsluaðlög­un samn­ings­skulda. Það má ekki gleyma því að kröfu­haf­ar geta verið ein­stak­ling­ar sem eru sjálf­ir í erfiðleik­um. Kröfu­haf­ar eru ekki bara þess­ir stóru, vondu. En hvort kröfu­haf­ar fylg­ist endi­lega með Lög­birt­inga­blaðinu er svo önn­ur saga,“ seg­ir Ragna.

Að sögn Rögnu kom það til tals í alls­herj­ar­nefnd Alþing­is hvort nafn­birt­ing um­sækj­enda um nauðasamn­inga vegna greiðsluaðlög­un­ar væri nauðsyn­leg.

„Það komu ábend­ing­ar um þetta í ferl­inu,“ seg­ir dóms­málaráðherra.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert