Skaut heimiliskött á Húsavík

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. mbl.is/Ómar

Meindýraeyðir skaut merktan heimiliskött með haglabyssu innanbæjar á Húsavík og kveðst í umboði sveitarfélagsins. Tryggvi Jóhannsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúi bæjarins, segir hann hafa gengið of langt. Þetta kom í kvöldfréttum RÚV.

Þar segir að sveitarfélagið hafi ekki gefið meindýraeyðinum leyfi til að farga dýrum með þessum hætti. Honum hafi verið uppálagt að handsama ketti til aðgreiningar og koma heimilisdýrum til síns heima.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert