Stóraukin sala á áfengi í apríl

Sala áfengis hjá ÁTVR í apríl jókst um 14,7% miðað við sama mánuð í fyrra. Þessi mikla sala varð þess valdandi að salan fyrstu fjóra mánuði ársins varð 1,1% meiri en á sama tímabili í fyrra en fyrstu þrjá mánuði ársins var samdrátturinn 4,1%. Töldu fróðir menn að áhrifa kreppunnar væri farið að gæta í sölutölum ÁTVR, en það reynist ekki vera raunin.

Samanburður milli aprílmánaðar nú og í fyrra er erfiður af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi voru páskarnir í apríl í ár en í mars í fyrra, en jafnan selst áfengi í miklu magni fyrir páskahátíðina. Í öðru lagi voru kosningar í apríl en jafnan er áfengissala mikil fyrir kosningahelgar.

Önnur lífleg söluhelgi er framundan í maí, Evróvisjónhelgi, en hennar mun gæta þegar maítölurnar verða birtar.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert