Bílaumferð er meginorsök loftmengunar í Reykjavík. Annar orsakavaldur svifryks í dag er ryk úr opnum grunnum og af framkvæmdasvæðum og hefur það staðbundin áhrif.
Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur segir, að búast megi við töluverðri svifryksmengun síðdegis í dag og ættu börn og þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri að forðast umferðargötur. Fólk ætti því að huga að því að taka strætó heim.
Fylgjast má með svifryksmengun á veðurvef mbl.is.