Vélsleðum snúið við á Vatnajökli

Ferðamenn við Vatnajökul. Úr myndasafni.
Ferðamenn við Vatnajökul. Úr myndasafni. mbl.is/RAX

Búist er við að björgunarsveitir komi að hópi skíðagöngufólks sem er í vandræðum á Vatnajökli í fyrsta lagi eftir miðnætti í kvöld. Að því er fram kemur á vef Landsbjargar.

Vélsleðar björgunarsveitamanna voru komnir á jökul og áttu eftir átta kílómetra í tjöld hópsins þegar þeim var snúið við því veðrið á jökli er kolvitlaust, blindbylur og skyggni afar lítið. Snjóbílarnir halda því áfram ferðinni og eins og fyrr segir er ekki búist við að þeir komi að fólkinu fyrr en í nótt. Segir á vef Landsbjargar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka