Allir kallaðir að borðinu

Sjávarútvegsráðherra segir nýja ríkisstjórn vilja hefja viðræður um endurskoðun fiskveiðistjórnunarlaganna sem fyrst. LÍÚ sé tilbúið að skoða breytingar.

„Við myndum vilja undirbúa slíkar breytingar með því að kalla alla aðila að borðinu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra, spurður út í vilja Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) til að fara í endurskoðun á fiskveiðistjórnarlögunum.

„Ég held að það sé alveg ljóst að þeir hafna því ekki að setjast niður og skoða mögulegar breytingar á kerfinu,“ segir Steingrímur og bætir við að ný ríkisstjórn myndi vilja hefja slíkar viðræður sem fyrst.

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, átti á föstudag fund með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingrími. Þar kom fram að LÍÚ vilji sérstaklega skoða það að útgerðir veiði sjálfar sína kvóta, en séu ekki með svokallað leiguframsal.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert