Ánægður með svör

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. mbl.is/Golli

Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, seg­ist ánægður með það sem kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá breska for­sæt­is­ráðuneyt­inu sem send var út í gær­kvöldi. Þar er viður­kennd ábyrgð breska fjár­málaráðuneyt­is­ins á Kaupt­hing Sin­ger and Friedland­er-bank­an­um auk þess sem fram kem­ur stuðning­ur við sam­komu­lag ís­lenskra stjórn­valda við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn. Hann seg­ir þann stuðning koma á góðum tíma.

Össur bar í gær fram form­lega kvört­un vegna um­mæla Gor­dons Browns, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, í fyr­ir­spurna­tíma breska þings­ins. Össur kallaði á fund sinn Emmu Dav­is, staðgengil sendi­herra Breta á Íslandi. Fund­ur þeirra var stutt­ur og eft­ir hann sagði Össur að Dav­is hefði sam­visku­sam­lega tekið niður um­mæli sín og sagst ætla að koma þeim á fram­færi. „Ég mót­mælti með hrein­skiptn­um hætti þess­um yf­ir­lýs­ing­um Browns og gat þess að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann tæki svona til orða um Íslend­inga.“

Brown lýsti því m.a. yfir í fyr­ir­spurna­tím­an­um að bresk yf­ir­völd ættu í samn­ingaviðræðum við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn (IMF) um hversu hratt Íslend­ing­ar end­ur­greiddu lán vegna greiðslna til breskra inni­stæðueig­enda. Össur sagði að rík­is­stjórn­in myndi ganga á eft­ir því að fá tví­mæla­lausa yf­ir­lýs­ingu frá IMF um að slík­ar viðræður hefðu ekki átt sér stað.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert