Bjargað af Vatnajökli

Boli er í eigu Hjálparsveitar skáta í Reykjavík.
Boli er í eigu Hjálparsveitar skáta í Reykjavík.

Björgunarsveitarmenn komu að tjöldum sex Spánverja og tveggja Íslendinga á Vatnajökli um klukkan eitt í nótt og eru komnir til byggða. Fólkið var allt við góða heilsu, að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, fulltrúa Landsbjargar. Hún hafði eftir björgunarmönnum að veðrið hefði verið ,,snarvitlaust".

„Þetta gekk vonum framar miðað við veður,“ sagði Friðrik Jónas Friðriksson, formaður Björgunarfélags Hornafjarðar, sem tók þátt í björgunaraðgerðunum.

Ferðamannahópurinn var á jöklinum  í rúma tvo sólarhringa. 32 björgunarsveitarmenn voru sendir eftir hópnum og var björgunarliðið í tveimur hópum. Annar lagði af stað úr Jökulheimum, hinn austan af Breiðamerkurjökli. Farið var á snjóbílum og jeppum en ferðin sóttist hægt vegna aðstæðna. Björgunarsveitarmennirnir eru frá Höfn, úr Vík, frá Hellu og Reykjavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert