Bjargað af Vatnajökli

Boli er í eigu Hjálparsveitar skáta í Reykjavík.
Boli er í eigu Hjálparsveitar skáta í Reykjavík.

Björg­un­ar­sveit­ar­menn komu að tjöld­um sex Spán­verja og tveggja Íslend­inga á Vatna­jökli um klukk­an eitt í nótt og eru komn­ir til byggða. Fólkið var allt við góða heilsu, að sögn Ólaf­ar Snæhólm Bald­urs­dótt­ur, full­trúa Lands­bjarg­ar. Hún hafði eft­ir björg­un­ar­mönn­um að veðrið hefði verið ,,snar­vit­laust".

„Þetta gekk von­um fram­ar miðað við veður,“ sagði Friðrik Jón­as Friðriks­son, formaður Björg­un­ar­fé­lags Horna­fjarðar, sem tók þátt í björg­un­araðgerðunum.

Ferðamanna­hóp­ur­inn var á jökl­in­um  í rúma tvo sól­ar­hringa. 32 björg­un­ar­sveit­ar­menn voru send­ir eft­ir hópn­um og var björg­un­arliðið í tveim­ur hóp­um. Ann­ar lagði af stað úr Jök­ul­heim­um, hinn aust­an af Breiðamerk­ur­jökli. Farið var á snjó­bíl­um og jepp­um en ferðin sótt­ist hægt vegna aðstæðna. Björg­un­ar­sveit­ar­menn­irn­ir eru frá Höfn, úr Vík, frá Hellu og Reykja­vík.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert