Íhugi slit á stjórnmálasambandi við Breta

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir íslensk stjórnvöld verða að hugleiða að slíta stjórnmálasambandi við Bretland, fallist þau ekki á að aflétta hryðjuverkalögum sem sett voru á Landsbankann í kjölfar bankahrunsins í október.

Sigmundur Davíð sagði í samtali við Bylgjuna að íslensk stjórnvöld hefðu ekki brugðist við framferði Breta í samræmi við tilefni.

„Nú þurfa íslensk stjórnvöld að sýna dálitla ákveðni í þessu máli, og alla vega að hringja í Gordon Brown. Það er náttúrulega ekki hægt hvernig haldið hefur verið á þessu fram að þessu og það er ástæðan fyrir því að hann heldur áfram að færa sig upp á skaftið, eins og margir gera þegar þeir komast upp með að ganga alltaf lengra og lengra,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Bylgjuna og bætti við að íslensk stjórnvöld yrðu að mótmæla af hörku, bæði gagnvart breskum stjórnvöldum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka