Landsvirkjun er komin á svonefndan athugunarlista matsfyrirtækiins Standard & Poors sem telur stöðu fyrirtækisins hafa veikst og svo geti farið að lánshæfismat verði talið neikvætt.
Langtímaeinkunn Landsvirkjunar er nú BBB- og til skamms tíma A-3. Óvissa um það hvort íslenska ríkið hafi burði til að styðja við rekstur Landsvirkjunar er talin hafa áhrif til lækkunar lánshæfimatsins.