Víða vetrarfærð

mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Ófært er Eyrarfjalli, Lágheiði, Hólasandi, Fjarðarheiði og á Öxi, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Fjarðarheiði er ófær og víða hálka og skafrenningur.

Á Vesturlandi er hálka og skafrenningur á Holtavörðuheiði. Hálkublettir eru á Fróðárheiði, Laxárdalsheiði og á Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði. Eyrarfjall er ófært. Þæfingsfærð er á Hrafnseyrarheiði og hálkublettir og éljagangur á Dynjandisheiði. Þæfingsfærð er á Klettsháls og á Ennisháls. Ófært er á veginum norður í Árneshrepp.

Á Norðurlandi er hálka á Þverárfjalli, Vatnsskarði og á Öxnadalsheiði. Snjóþekja er á Siglufjarðarvegi. Ófært er á Lágheiði og snjóþekja og hálka er í Eyjafirði.

Á Norðaustur- og Austurlandi er vetrarfærð. Hálka er á Víkurskarði og hálka og skafrenningur á Mývatnsheiði. Ófært er á Hólasandi. Þæfingsfærð er á Mývatns - og Möðrudalsöræfum.Þungfært er á Vopnafjarðarheiði og hálka og skafrenningur á Sandvíkurheiði.

Fjarðarheiði er ófær. Snjóþekja og skafrenningur er á Fagradal og hálkublettir á Oddskarði. Ófært er á Öxi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka