Aflasamdrátturinn 28%

AP

Aflinn í apríl 2009 er tæpum 28% minni en á sama tíma í fyrra en hann var 94.240 tonn samanborið við 130.243 tonn í fyrra. Samdráttur var bæði í botnfiskafla og uppsjávarafla en aukning varð í afla skel- og krabbadýra, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu.

Botnfiskaflinn í apríl var 40.155 tonn samanborið við 51.265 tonn í apríl í fyrra. Þorskaflinn var 16.294 tonn en var 16.486 tonn í apríl 2008. Er það 192 tonna samdráttur í þorskafla. Samdráttur er í afla flestra annarra botnfisktegunda. Meðal annars dregst afli í ýsu saman um 5.080 tonn í apríl mánuði á milli ára eða úr 11.853 tonnum í apríl 2008 í 6.773 tonn í síðasta mánuði.

Talsverður samdráttur er einnig í ufsa, karfa og grálúðu. Merkjanleg aukning er í steinbít og þykkvalúru ásamt botnfisktegundum sem eru flokkaðar sem annar botnfiskur, sem eru tegundir sem ekki eru bundnar kvóta.

Búið að nýta 75,7% af aflaheimildum í þorski

Uppsjávaraflinn í apríl 2009 var 53.441 tonn en var 77.513 tonn á sama tíma í fyrra. Þessi samdráttur helgast af minni kolmunnaafla sem var 77.513 tonn í apríl í fyrra en var nú aðeins 52.802 tonn. Rúmlega 638 tonnum af sumargotssíld var landað í apríl í ár en engri á sama tíma í fyrra.

Talsverð aukning var í rækjuafla í apríl mánuði. Alls var landað 467 tonnum af rækju samanborið við 402 tonn á sama tíma í fyrra.

Sjá nánar 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert