Finnar ófúsir til þátttöku

mbl.is

Varnarmálaráðherra Finnlands er ekki hrifinn af hugmyndum um að Norðurlönd taki yfir loftvarnir á Íslandi. Varnarmálaráðherrar Norðurlanda hittast á morgun og miðvikudag til að ræða nánari samvinnu ríkjanna á sviði varnarmála og munu loftvarnir Íslands vera þar til umræðu.

Varnarmálaráðherra Finnlands, Jyri Häkämies, segir í samtali við finnska blaðið Turun Sanomat tvennt valda því að Finnar vilji síður taka þátt í verkefninu. Í fyrsta lagi muni það verða kostnaðarsamt og finnski flugherinn hafi nýlega gengið í gegnum umtalsverða fjárhagslega hagræðingu. Ekki sé hægt að senda flugvélar til annarra ríkja án þess að það komi niður á rekstri flugflotans.

Þá segir hann að þar sem Ísland sé NATO-ríki sé erfitt fyrir Finna að koma að landvörnum þar. Finnar séu ekki meðlimir í Atlantshafsbandalaginu.

Fleira verður rætt á fundi ráðherranna en málefni Íslands. Stefnt er að frekari samvinnu Norðurlandanna á sviðum eins og þjálfun og innkaupum á hergögnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert