Skattar svipaðir og 2005-2007

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra er þau …
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra er þau kynntu nýjan stjórnarsáttmála í Norræna húsinu í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir að nú­ver­andi rík­is­stjórn muni ekki auka tekj­ur rík­is­sjóðs í gegn­um skatta meira en var gert á ár­un­um 2005 til 2007. Þá hafi skatt­tekj­ur rík­is­sjóðs verið um 35% af vergri lands­fram­leiðslu. Þetta kom fram í Kast­ljósi Sjón­varps­ins í kvöld.

„Við mun­um ekki auka tekj­ur rík­is­sjóðs - og þá í gegn­um skatta­öfl­un - meira held­ur en var t.d á ár­un­um 2005 til 2007. Það eru nú ákveðin skila­boð í því, vegna þess á ár­un­um 2005 til 2007 þá voru tekj­ur rík­is­sjóðs, sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu, um 35%. En í þeirri áætl­un sem við erum að skoða núna al­veg til árs­ins 2013 þá eru tekj­urn­ar ein­hversstaðar á bil­inu 30-35% sem við ætl­um inn í rík­is­sjóð,“ sagði Jó­hanna í viðtali við Kast­ljósið.

„Það er al­veg klárt að við mun­um beita allt öðrum vinnu­brögðum held­ur en að hef­ur verið gert við að því er varðar að ná niður hall­an­um. Við mun­um fara út í að for­gangsraða. Við mun­um ekki fara niður í flat­an niður­skurð af því að við erum að verja ákveðna hluta af vel­ferðar­kerf­inu. Grunnþjón­ust­una og stöðu þeirra sem verst eru sett­ir. En til þess að ná niður halla þá eru bara þrjár leiðir. Að auka tekj­urn­ar, fara í hagræðingu - sem við mun­um gera mjög mikið af - og síðan er það niður­skurður,“ sagði Jó­hanna enn­frem­ur.

Hlutfall skatttekna af vergri landsframleiðslu undanfarin ár. Myndin er í …
Hlut­fall skatt­tekna af vergri lands­fram­leiðslu und­an­far­in ár. Mynd­in er í fjár­laga­frum­varpi fyr­ir árið 2009.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert