Sofna ekki án verkjalyfja

Tannlæknir að störfum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum …
Tannlæknir að störfum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti mbl.is/Kristinn

„Þetta er ekki bara tannheilbrigðismál, þetta er barnaverndarmál,“ segir Sigfús Þór Elíasson, prófessor við tannlæknadeild Háskóla Íslands. 61 barn fékk tannlæknaþjónustu hjá Hjálparvakt tannlækna á laugardaginn og þurftu fleiri frá að hverfa vegna anna. Mörg barnanna höfðu ekki farið til tannlæknis í mörg ár og voru dæmi um 5-6 ára börn sem aldrei höfðu farið til tannlæknis.

„Hér eru börn sem sofna ekki án þess að fá panódíl fyrir svefninn vegna tannverkja. Slíkt myndi aldrei líðast ef barnið væri með beinbrot eða aðra sjúkdóma,“ bætir Sigfús við.

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir fjöldann sem þurfi á aðstoðinni að halda, sem og ástandið á tönnunum, óviðunandi. „Það þarf engan sérfræðing til að sjá það,“ segir Bragi og bætir við að ekki sé hægt að fría stjórnvöld af ábyrgð vegna þessa. „Við myndum aldrei sætta okkur við svona ástand á öðrum sviðum [innan heilbrigðisgeirans]. Þetta snýst um rétt barnsins til að þroskast og dafna eðlilega.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka