Sýslumaður skoðar ísbjarnarmálið eftir helgi

„Við skoðum þetta eftir helgina,“ sagði sýslumaðurinn á Sauðárkróki, Ríkharður Másson, spurður í gær um viðbrögð embættisins við skröksögu um ísbjörn í grennd við Hofsós á laugardaginn.

Fréttavef Morgunblaðsins bárust tvær ljósmyndir af hvítabirni, úr farsíma, og á annarri þeirra var nokkur fjöldi fólks í grennd við björninn. Þegar hringt var í símann vísaði eigandi hans á félaga sinn, Sigurð Guðmundsson, verslunarmann á Akureyri, en þeir voru í hópi fólks í skemmtiferð um Skagafjörð. Sigurður sagði blaðamanni að hópurinn hefði séð hvítabjörn og lýsti aðstæðum.

Eftir að aftur var hringt í Sigurð og hann staðfesti fyrri frásögn, var birt frétt á vefnum. Eftir nokkra stund kom í ljós að fréttin átti ekki við rök að styðjast. Þegar haft var samband við Sigurður aftur viðurkenndi hann að hafa logið að blaðamanni og sagði að sér hefði fundist vanta jákvæðar fréttir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert