Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli

Keflavíkurflugvöllur. Mynd úr safni.
Keflavíkurflugvöllur. Mynd úr safni.

Mikill viðbúnaður varð á Keflavíkurflugvelli á sjötta tímanum þegar tilkynnt var um að þrýstingur hefði fallið í farþegarými í pólskri farþegavél, af gerðinni Boeing 767-300, með 141 farþega um borð. Vélin lenti hins vegar heilu og höldnu á vellinum rúmlega 18.

Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Keflavíkurflugvallar, segir að engin hætta hafi verið á ferð og að flugstjórinn hafi ekki óskað eftir neinni sérstakri aðstoð.

Ekki liggi fyrir hvort vélin hafi misst allan loftþrýsting eða bara að hluta.

Vélin er í eigu pólska flugfélagsins LOT og var að fljúga frá Varsjá í Póllandi til New York.

Rannsóknarnefnd flugslysa mun rannsaka málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert