Átta heilbrigðisstofnanir sameinaðar

Forstjóra Heilbrigðisstofnunarinnar Akranesi hefur verið falið að hafa með höndum …
Forstjóra Heilbrigðisstofnunarinnar Akranesi hefur verið falið að hafa með höndum verkstjórn í sameiningarferlinu. www.mats.is

Átta heilbrigðisstofnanir munu sameinast um áramótin og verða að Heilbrigðisstofnun Vesturlands 1. janúar 2010. Fram kemur á vef heilbrigðisráðuneytisins að nýja stofnunin muni taka yfir réttindi og skyldur samkvæmt ráðningarsamningum starfsmanna, annarra en forstöðumanna.

Heilbrigðisstofnanirnar sem sameinaðar verða eru eftirfarandi:

Heilbrigðisstofnunin Akranesi, St. Franciskuspítalinn Stykkishólmi, Heilsugæslustöðin Búðardal, Heilsugæslustöðin Borgarnesi, Heilsugæslustöðin Grundarfirði, Heilsugæslustöðin Ólafsvík, Heilbrigðisstofnunin Hólmavík og Heilbrigðisstofnunin Hvammstanga.

„Forstjóra Heilbrigðisstofnunarinnar Akranesi hefur verið falið að hafa með höndum verkstjórn í sameiningarferlinu og ber hann ábyrgð á þeirri vinnu sem framundan er í fullu samráði og samvinnu við forstöðumenn viðkomandi stofnana. Heilbrigðisráðherra hefur gefið út reglugerð um sameininguna,“ segir á vef ráðuneytisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka