Átta heilbrigðisstofnanir sameinaðar

Forstjóra Heilbrigðisstofnunarinnar Akranesi hefur verið falið að hafa með höndum …
Forstjóra Heilbrigðisstofnunarinnar Akranesi hefur verið falið að hafa með höndum verkstjórn í sameiningarferlinu. www.mats.is

Átta heil­brigðis­stofn­an­ir munu sam­ein­ast um ára­mót­in og verða að Heil­brigðis­stofn­un Vest­ur­lands 1. janú­ar 2010. Fram kem­ur á vef heil­brigðisráðuneyt­is­ins að nýja stofn­un­in muni taka yfir rétt­indi og skyld­ur sam­kvæmt ráðning­ar­samn­ing­um starfs­manna, annarra en for­stöðumanna.

Heil­brigðis­stofn­an­irn­ar sem sam­einaðar verða eru eft­ir­far­andi:

Heil­brigðis­stofn­un­in Akra­nesi, St. Francisku­spít­al­inn Stykk­is­hólmi, Heilsu­gæslu­stöðin Búðar­dal, Heilsu­gæslu­stöðin Borg­ar­nesi, Heilsu­gæslu­stöðin Grund­arf­irði, Heilsu­gæslu­stöðin Ólafs­vík, Heil­brigðis­stofn­un­in Hólma­vík og Heil­brigðis­stofn­un­in Hvammstanga.

„For­stjóra Heil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar Akra­nesi hef­ur verið falið að hafa með hönd­um verk­stjórn í sam­ein­ing­ar­ferl­inu og ber hann ábyrgð á þeirri vinnu sem framund­an er í fullu sam­ráði og sam­vinnu við for­stöðumenn viðkom­andi stofn­ana. Heil­brigðisráðherra hef­ur gefið út reglu­gerð um sam­ein­ing­una,“ seg­ir á vef ráðuneyt­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka