Bréf Allianz er viðvörun

Kona sem missti vinnuna í haust óttast að tapa því sem hún hefur lagt inn til Allianz í viðbótarlífeyrissparnað. Hún fékk nýlega bréf frá Allianz þar sem stóð að berist ekki greiðslur reglulega inn á samning hennar við sjóðinn fari hann í uppsagnarferli sem geti leitt til þess að áður inngreidd iðgjöld tapist.

Hilmir Elísson, þjónustustjóri hjá Allianz, segir bréfið staðlað og sent út þegar greiðslur hætti að berast. Greiðslustopp vegna atvinnuleysis sé í lagi í allt að tvö ár. Komi viðkomandi einni greiðslu inn á þessum tveimur árum viðhaldi hann samningnum næstu tvö árin. „Það er ákveðinn samningsbundinn kostnaður af hverri mánaðarlegri inngreiðslu sem rennur til Allianz. Kostnaður er lágur eða 4% af mánaðarlegri greiðslu auk einnar evru til flutnings. Kostnaður er endurgreiddur að hluta til á samningstíma hjá Allianz. Þessi kostnaður er ekki greiddur í greiðslustoppinu en hafi viðskiptavinur ekkert aðhafst innan 24 mánaða þrátt fyrir aðvörunarbréf verður samningur óvirkur, lokast og samningsbundinn kostnaður fellur framan á samning og er tekinn af inngreiðslum sem fyrir eru.“ Hilmir ítrekar að það gerist ekki viðhaldi fólk samningnum.

„Það er algerlega í höndum samningshafa hvort hann tapar eða ekki. Við gerum allt til þess að hjálpa fólki og kerfið er innbyggt þannig að fólk fær ábendingar en það þarf að sinna samningnum til þess að ekkert renni út á tíma.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka