Enn einn kjörinn borgarfulltrúi mun hætta

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Stefán Jón Hafstein.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Stefán Jón Hafstein. mbl.isÓmar

Með brott­hvarfi Svandís­ar Svavars­dótt­ur úr borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur fækk­ar enn um einn af þeim borg­ar­full­trú­um sem náðu kjöri í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um 2006. Þrír borg­ar­full­trú­ar hafa beðist lausn­ar á kjör­tíma­bil­inu, einn hef­ur boðað af­sögn og tveir hafa verið í leyfi í vet­ur. Alls eru þetta 6 borg­ar­full­trú­ar af 15.

Báðir borg­ar­full­trú­ar Vinstri grænna hafa horfið eða munu hverfa úr borg­ar­stjórn. Árni Þór Sig­urðsson var kjör­inn á Alþingi 2007 og hætti í kjöl­farið. Nú hef­ur Svandís Svavars­dótt­ir verið kjör­in á þing og tekið við embætti um­hverf­is­ráðherra. Hún hef­ur til­kynnt að hún muni biðjast lausn­ar og hætta í borg­ar­stjórn. Björn Ingi Hrafns­son, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, baðst lausn­ar á kjör­tíma­bil­inu og varamaður kom í hans stað. Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, var kjör­in á þing 2007 og hætti í borg­ar­stjórn.

Þá er Stefán Jón Haf­stein, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í leyfi um ótiltek­inn tíma. Loks hef­ur Gísli Marteinn Bald­urs­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, verið í náms­leyfi í vet­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka