Enn einn kjörinn borgarfulltrúi mun hætta

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Stefán Jón Hafstein.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Stefán Jón Hafstein. mbl.isÓmar

Með brotthvarfi Svandísar Svavarsdóttur úr borgarstjórn Reykjavíkur fækkar enn um einn af þeim borgarfulltrúum sem náðu kjöri í borgarstjórnarkosningunum 2006. Þrír borgarfulltrúar hafa beðist lausnar á kjörtímabilinu, einn hefur boðað afsögn og tveir hafa verið í leyfi í vetur. Alls eru þetta 6 borgarfulltrúar af 15.

Báðir borgarfulltrúar Vinstri grænna hafa horfið eða munu hverfa úr borgarstjórn. Árni Þór Sigurðsson var kjörinn á Alþingi 2007 og hætti í kjölfarið. Nú hefur Svandís Svavarsdóttir verið kjörin á þing og tekið við embætti umhverfisráðherra. Hún hefur tilkynnt að hún muni biðjast lausnar og hætta í borgarstjórn. Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, baðst lausnar á kjörtímabilinu og varamaður kom í hans stað. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, var kjörin á þing 2007 og hætti í borgarstjórn.

Þá er Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, í leyfi um ótiltekinn tíma. Loks hefur Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, verið í námsleyfi í vetur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert