Fasteignamat sýni verðþróun betur

mbl.is/ÞÖK

Hjá Fasteignaskrá Íslands (FMR) er nú unnið að nýju fasteignamati í samræmi við lagabreytingu sem tók gildi um áramótin. Niðurstaðan á að liggja fyrir í lok þessa mánaðar og nýja matið tekur gildi 31. desember.

Að sögn Margrétar Hauksdóttur, aðstoðarforstjóra Fasteignakrár, kemur endurmatið í stað árlegs framreiknings fasteignamats. Unnið væri eftir nýrri aðferðafræði sem ætti að endurspegla betur staðgreiðsluverð fyrir fasteignir.

Spurð hvernig tekið verði tillit til þróunar á fasteignamarkaði frá maílokum og fram til áramóta, sagði Margrét að stofnunin hefði ekki svigrúm til þess. Fasteignamatið ætti einungis að endurspegla stöðuna eins og hún yrði í lok maí. „Vissulega hefði verið hentugra að gera þetta í fyrsta skipti við eðlilegri aðstæður,“ sagði hún.

Fyrri aðferð við fasteignamat þótti ekki duga til að endurspegla breytingar á fasteignamarkað sem skyldi. Hækkanir fasteigna á undanförnum árum hafa t.a.m. verið meiri í sumum hverfum borgarinnar en öðrum og á fasteignamatið að endurspegla betur þá þróun.

Fasteignamatið er kynnt í lok maí en tekur ekki gildi fyrr en sjö mánuðum síðar. Ástæðurnar eru þær að sveitarfélögin vilja fá fasteignamatið fyrr til að hægt sé að nota það við gerð fjárhagsáætlana og til að tryggja að fasteignaeigendur geti komið að athugasemdum og fá úr þeim leyst áður en fasteignamatið tekur gildi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert