Bæjarstjórn Langanesbyggðar segir, að atvinnulíf og búsetuskilyrði á svæðinu sé ógnað ef fyrirhuguð fyrningarleið í veiðistjórn verði farin.
„Langanesbyggð hefur staðið í miklum hafnarfjárfestingum síðustu ár til þess að bæta alla aðkomu og aðstæður á staðnum, og á síðasta ári var fólksfjölgun í Langanesbyggð með því besta sem gerist á landinu í dag. Það er og mun verða í okkar verkahring að standa vörð um atvinnulíf og búsetuskilyrði okkar svæðis og er því ógnað ef fyrirhuguð fyrningarleið verður farin," segir m.a. í ályktun frá bæjarstjórninni.