Hælisleitandi fluttur á sjúkrahús

Hitchem Mansrí
Hitchem Mansrí mbl.is

Hælisleitandinn Mansri Hichem sem verið hefur í hungurverkfalli í 21 sólarhring var í kvöld fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ástand hans var talið lífshættulegt í dag og hafði honum hrakað mikið á undanförnum dögum. Sjúkraliði sem vakir yfir honum segir að Hichem muni fá saltvatnsupplausn í æð en mun ekki enda hungurverkfallið.

Linda Magnúsdóttir, sjúkraliði, segir að Hichem hafi fengið gríðarlegan verk fyrir hjartað í kvöld. Svo mikinn að félagar hans á gistiheimilinu í Njarðvík héldu að hann væri að láta lífið. Þeir hafi því komið því í kring að farið yrði með hann á sjúkrahúsið.

„En hann ætlar að halda áfram. Hann fær líklega vökva í æð, saltvatnsupplausn, en hann ætlar ekki að hætta í hungurverkfallinu,“ segir Linda sem segir að Hichem hafi verið hótað undanfarna daga. „Útlendingastofnun, Rauði krossinn og lögreglan eru greinilega að vinna eitthvað saman að þessu og hafa hótað honum, ef hann hætti ekki að tala við fjölmiðla og hætti ekki hungurverkfallinu verði hann sendur úr landi í hvelli.“

Linda segir að starfsmaður Rauða krossins hafi komið með pappíra til hans í gær á íslensku sem hann hafi átt að skrifa undir. Þar hafi verið um að ræða samning um að hann fengi að fara í nám eða vinna ef hann myndi láta af hungurverkfallinu. Hins vegar var ekki minnst á dvalarleyfi í pappírunum. Starfsmaðurinn hafi farið með pappírana þegar Hichem vildi ekki skrifa undir þá.

Linda telur að Hichem verði alla vega haldið á sjúkrahúsi yfir nótt og ákvörðun verði tekin um framhaldið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka