Látum ekki undan þrýstingi

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir að stjórnvöld geti ekki látið undan þrýstingi þeirra sem fari í hungruverkfall eða aðrar mótmælaaðgerðir þegar þurfi að taka vandasamar stjórnvaldsákvarðanir eins og að úrskurða um pólitískt hæli. Það gæti falið í sér brot á jafnræðisreglu gagnvart þeim sem bíði eftir að mál sín fái afgreiðslu í kerfinu en séu ekki jafn aðgangsharðir

Hælisleitandi frá Alsír hefur verið í 20 daga í hungurverkfalli til að knýja á um úrlausn sinna mála. Hann bað um pólitískt hæli en var synjað eftir tveggja ára bið. Synjunin var kærð til Dómsmálaráðuneytisins en dómsmálaráðherra segir málið á algeru frumstigi enda sé frestur lögfræðings hans til að skila greinargerð ekki runninn út. 

Ragna Árnadóttir segir málið ekki snúast um hver bakki í málinu. Hún voni innilega að maðurinn hætti í þessu hungurverkfalli.  Það sé fylgst með hans líðan og honum hafi verið gerð grein fyrir því að kerfið hér virki ekki svona.

Ragna segir að það sé ekki til skoðunar að veita Mansri eða öðrum hælisleitendum dvalarleyfi af mannúðarástæðum vegna þess hversu mál þeirra hafi dregist. Hún segist hinsvegar vera að skoða afgreiðslu slíkra mála í heild með tillliti til þess hvernig sé hægt að hraða afgreiðslunni.  Stjórnsýslan verði að vera jöfn fyrir alla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka