Látum ekki undan þrýstingi

00:00
00:00

Ragna Árna­dótt­ir dóms­málaráðherra seg­ir að stjórn­völd geti ekki látið und­an þrýst­ingi þeirra sem fari í hungru­verk­fall eða aðrar mót­mælaaðgerðir þegar þurfi að taka vanda­sam­ar stjórn­valdsákv­arðanir eins og að úr­sk­urða um póli­tískt hæli. Það gæti falið í sér brot á jafn­ræðis­reglu gagn­vart þeim sem bíði eft­ir að mál sín fái af­greiðslu í kerf­inu en séu ekki jafn aðgangs­h­arðir

Hæl­is­leit­andi frá Als­ír hef­ur verið í 20 daga í hung­ur­verk­falli til að knýja á um úr­lausn sinna mála. Hann bað um póli­tískt hæli en var synjað eft­ir tveggja ára bið. Synj­un­in var kærð til Dóms­málaráðuneyt­is­ins en dóms­málaráðherra seg­ir málið á al­geru frum­stigi enda sé frest­ur lög­fræðings hans til að skila grein­ar­gerð ekki runn­inn út. 

Ragna Árna­dótt­ir seg­ir málið ekki snú­ast um hver bakki í mál­inu. Hún voni inni­lega að maður­inn hætti í þessu hung­ur­verk­falli.  Það sé fylgst með hans líðan og hon­um hafi verið gerð grein fyr­ir því að kerfið hér virki ekki svona.

Ragna seg­ir að það sé ekki til skoðunar að veita Mans­ri eða öðrum hæl­is­leit­end­um dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum vegna þess hversu mál þeirra hafi dreg­ist. Hún seg­ist hins­veg­ar vera að skoða af­greiðslu slíkra mála í heild með til­l­liti til þess hvernig sé hægt að hraða af­greiðslunni.  Stjórn­sýsl­an verði að vera jöfn fyr­ir alla.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert