Stofnar algengra bjargfugla við Ísland minnkuðu um 20-40% á nýliðnum tveimur áratugum. Fimm algengustu bjargfuglategundirnar, aðrar en lundi, voru taldar í fuglabjörgum á árunum 2005-2008. Talningin var endurtekning á talningu frá 1983-1986.
Þegar niðurstöðurnar voru bornar saman var ljóst að fuglastofnarnir höfðu minnkað og sumir mikið. Þannig var stuttnefjustofninn ekki nema 56% og fýlastofninn 69% af fyrri stærð stofnanna. Langvíustofn var 70% af fyrri stærð. Einnig höfðu orðið breytingar á rytu og álku.
Til að gefa hugmynd um fækkunina hafði fýlum fækkað úr um 1,3 milljónum para í um 900 þúsund. Langvíupörum úr 990 þúsund í 660 þúsund pör og stuttnefjupörin voru 330 þúsund en voru 580 þúsund 20 árum fyrr. Fækkun í einstökum fuglastofnum var ólík eftir landshlutum.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.