OR greiðir 800 milljónir kr. í arð

Orkuveita Reykjavíkur.
Orkuveita Reykjavíkur. mbl.is/ÞÖK

Orkuveita Reykjavíkur greiðir eigendum sínum 800 milljónir króna í arð á þessu ári vegna rekstrar fyrra árs. Það er um helmingur þeirrar upphæðar sem greidd hefur verið í arð á hverju ári undanfarið. Tap OR í fyrra nam rúmum 73 milljörðum króna, mestmegnis gengistap.

Reykjavíkurborg er langstærsti eigandi OR. Borgin á u.þ.b. 93,5% í fyrirtækinu, Akranesbær 5,5% og Borgarbyggð rétt tæpt prósent.

Laun starfsmanna OR verða lækkuð um alls 400 milljónir króna á árinu vegna efnahagsástandsins. Voru þær launabreytingar ákveðnar í framhaldi þess, að eigendur fyrirtækisins ákváðu að lækka arðgreiðslurnar, og í samræmi við þá ákvörðun, að sögn Guðlaugs Gylfa Sverrissonar, formanns stjórnar OR. Hann segir að undanfarið hafi u.þ.b. 1600 milljónir verið greiddar í arð árlega og spurður sagði hann að komið hefði til tals að sleppa arðgreiðslu að þessu sinni. 800 milljónir séu þó ekki nema örfá prósent af rekstri fyrirtækisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert