Skuldir ríkisins langt yfir viðmiðunum ESB

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið.

Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs í árslok 2009 nemi tæplega 103% af landsframleiðslu en skuldirnar í heild verði komnar í um 95% af landsframleiðslu í lok ársins 2013. Hámark heildarskulda aðildarríkja Evrópusamandsins samkvæmt Maastricht-skilyrðunum er 60% af landsframleiðslu.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu fjármálaráðuneytisins um þjóðarbúskapinn. Þar kemur fram, að til lengri tíma litið þurfi ríkissjóður að skila rekstrarafgangi til að lækka skuldir með greiðslu árlegra vaxtagjalda og afborgana inn á höfuðstól lána. Því til viðbótar hafi ytri aðstæður mikil áhrif á framvindu skuldastöðunnar í hlutfalli við landsframleiðslu. Við aðstæður mikils hagvaxtar og lágs raunvaxtastigs lækki skuldahlutfallið og skuldirnar verði léttbærari. Á móti aukist skuldahlutfallið ef hagvöxtur er lítill og vextir háir.

Lesa má út úr skýrslunni, að raunhæft sé að miða við að ná skuldum ríkissjóðs í 60% af landsframleiðslu á 30 árum. Tekið er fram, að mikil óvissa fylgi bæði mati á skuldastöðunni og  mati á afkomu ríkissjóðs á komandi árum en hún byggi á spá um þróun efnahagsmála.

Þjóðarbúskapurinn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert