Spá hagvexti á næsta ári

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. Reuters

Fjár­málaráðuneytið spá­ir því að 10,6% sam­drætti á yf­ir­stand­andi ári en að á næsta ári verði 0,6% hag­vöxt­ur og 5% hag­vöxt­ur árið 2011. Þetta er þó háð því, að áfram verði haldið með bygg­ingu ál­vers í Helgu­vík og stækk­un ál­vers­ins í Straums­vík.

Ráðuneytið seg­ir, að ef ekki verði farið í þess­ar fram­kvæmd­ir megi gera ráð fyr­ir 0,5% sam­drætti á næsta ári en 2,5% hag­vexti árið 2011. 

Í þjóðhags­spá, sem ráðuneytið birti í janú­ar, var gert ráð fyr­ir 9,6% sam­drætti á þessu ári og að lands­fram­leiðsla yrði óbreytt á ár­inu 2010.

Í fram­reikn­ing­um fyr­ir árin 2012-2014 er reiknað með hóf­leg­um hag­vexti á tíma­bil­inu, eða um 2,6% á ári að meðaltali, að verðbólga verði lít­il og stöðug, eða 2,5%, smá­vægi­leg­ur halli verði á viðskipta­jöfnuði, eða 1,5% af lands­fram­leiðslu, og at­vinnu­leysi verði 4,1% af vinnu­afli að meðaltali.

Fjár­málaráðuneytið spá­ir því að at­vinnu­leysi verði áfram mikið næstu árin. Gert er ráð fyr­ir að at­vinnu­leysi verði að meðaltali 9% á þessu ári og 9,6% á ár­inu 2010 en árið 2011 fari að draga úr því og það mæl­ist 7,5%.

Áætlað er að verðbólga verði að meðaltali 10,2% í ár en minnki hratt og verði 1,6% árið 2010 og 1,9% árið 2011. Gert er ráð fyr­ir að stýri­vext­ir lækki hratt árið 2009 og verði 11,8% að meðaltali það ár, en 4,3% árið 2010 og 4,8% árið 2011. 

Fjár­málaráðuneytið seg­ir, að óvissuþætt­ir í þjóðhags­spánni séu fjöl­marg­ir og mikl­ir og tengj­ast end­ur­reisn banka­kerf­is­ins, af­námi hafta á gjald­eyr­is­markaði, gengi krón­unn­ar, fjár­hags­stöðu heim­ila og fyr­ir­tækja, breyt­ing­um á alþjóðlegu sam­starfi, frek­ari stóriðju­fram­kvæmd­um og ástandi á vinnu­markaði.

Þjóðhags­spá fjár­málaráðuneyt­is­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert