Tilmæli til forystunnar um jöfn kynjahlutföll

Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.
Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. mbl.is/ÁrnI Sæberg

Á flokksráðsfundi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs sl. sunnudag var borin upp og samþykkt ályktun sem í fólust tilmæli til formanns flokksins um að tryggja jöfn kynjahlutföll í ríkisstjórn. „Þetta fer formaðurinn með frá okkur út af fundinum, birtist okkur í sjónvarpi tveimur tímum síðar og kynnir okkur karlaslagsíðu í ríkisstjórn,“ segir Sóley Tómasdóttir, ritari Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Hún segir þó ljóst að vinstri græn byggi á feminískum gildum.

„Í stefnuyfirlýsingu flokksins er kveðið á um að hann ætli að beita sér fyrir því að kynjakerfið verði upprætt eins og það leggur sig,“ segir Sóley og bætir við að í öllum ályktunum VG sé það algjörlega skýrt að vilji sé til þess að jafna áhrif kynjanna í samfélaginu.

Sóley segir, til marks um það hve mikil áhersla sé lögð á kynjajafnrétti innan VG, að tvö meginþemu hafi verið á flokksráðsfundinum á sunnudag, annars vegar Evrópumálin og hins vegar jafnréttismál. „Ég hugsa að það hafi verið brýnt álíka oft fyrir forystunni að tryggja jöfn kynjahlutföll í þessari ríkisstjórn eins og með og á móti ESB og allar hliðar á því máli,“ segir Sóley.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert