Umsóknum vegna greiðsluerfiðleika hefur fjölgað hjá Íbúðalánasjóði það sem af er árinu. Á fyrsta ársfjórðungi 2009 bárust 942 umsóknir um slíka fyrirgreiðslu en heildarfjöldi allra umsókna vegna greiðsluvanda voru 1405 árið 2008 og 377 árið 2007.
ÍBúðalánasjóður segir, að úrræði vegna greiðsluvanda séu samningar, skuldbreyting vanskila, frestun á greiðslum, lenging lána og greiðslujöfnun.
Frá því að sjóðurinn fór að bjóða upp á greiðslujöfnun fasteignaveðlána hefur verið afgreidd 261 umsókn.