Uppboðskerfi virkar ekki

Frá Eyrarodda hf. á Flateyri.
Frá Eyrarodda hf. á Flateyri. Halldór Sveinbjörnsson

Kerfi sem sett var upp fyrr á þessu ári til að gera inn­lend­um fisk­vinnslu­fyr­ir­tækj­um kleift að bjóða í afla sem flutt­ur er óunn­inn úr landi hef­ur ekki virkað. Inn­an við 1% afl­ans hef­ur selst.

Meðal brýnna aðgerða sem kveðið er á um í sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu nýrr­ar rík­is­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og VG er að knúið verði á um frek­ari full­vinnslu afla hér­lend­is. Það verði meðal ann­ars gert með því að skoða hóf­legt út­flutn­ings­álag á fisk og/​eða að óunn­inn afli verði sett­ur á inn­lend­an markað.

Mark­miðið er skýrt og leiðirn­ar gam­al­kunn­ar úr umræðunni en ekki kveðið fast að orði.

Frá því afla­marks­kerfið var tekið upp og til árs­ins 2007 var í gildi sér­stak­ur aukafrá­drátt­ur á afla­marki vegna afla sem flutt­ur var úr landi án þess að hann væri veg­inn áður hér á landi. Frá­drátt­ur­inn, sem nefnd­ur var út­flutn­ings­álag, var 10% síðustu árin.

Á ár­inu 2007 ákvað Ein­ar K. Guðfinns­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra að af­nema þenn­an frá­drátt. Það var gert í tengsl­um við samn­inga við Evr­ópu­sam­bandið sem fólu í sér lækk­un tolla á ís­lensk­um sjáv­ar­af­urðum, sér­stak­lega humri og karfa. Þessu sam­komu­lagi þarf vænt­an­lega að breyta eða brjóta ef taka á út­flutn­ings­álag upp að nýju.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert