Eldsneyti hækkar enn

Verð á eldsneyti hefur hækkað í dag. Bæði Skeljungur og Olís hafa hækkað verð á bensínlítra um 5 krónur og verð á dísilolíulítra um 3 krónur.

Algent verð á 95 oktana bensín er nú 162,40 krónur í sjálfsafgreiðslu og verð á dísilolíulítra er 164,80 krónur. Dregið hefur saman í verði á bensíni og dísilolíu að undanförnu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka