Glapræði að eyðileggja markað

Frá Vestmannaeyjum
Frá Vestmannaeyjum mbl.is/Brynjar Gauti

Útvegsmenn í Vestmannaeyjum segja glapræði að eyðileggja markaði sem tekið hafi áratugi að byggja upp, eins og ísfiskmarkaðina í Bretlandi og Þýskalandi. Þá geti fiskvinnslufyrirtæki hér á landi ekki tekið við meira hráefni nema ráða erlent vinnuafl til að vinna fiskinn og því sé það ekki lausn á atvinnuvanda þjóðarinnar að takmarka útflutninginn.

Ríkisstjórnin mun knýja á um frekari fullvinnslu afla hérlendis, að því er fram kemur í samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna. Það á að gera með því að skoða hóflegt útflutningsgjald á fisk og/eða að óunninn afli verði settur á innlendan markað. Vestmannaeyjar hafa löngum verið öflugar í þessum útflutningi. Útvegsmönnum þar líst illa á þessa stefnu.

„Ég geri út þrjú skip á ferskfisk, þau landa vikulega í góðu samstarfi við fiskverkendur hér. Þeir fá nægilegt hráefni. Við dreifum aflanum á innlenda og erlenda fiskmarkaði og til fiskverkenda,“ segir Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá útgerðarfélaginu Berg-Hugin. „Við höfum fjárfest í þremur nýjum skipum til að afla þessara tekna og þurfum að vinna á hæsta mögulega verði. Það er verkefnið hjá mér sem útgerðarmanni og sjómönnunum að gera sem mest verðmæti úr aflanum.“

„Það er ekki mannskapur í landi til að vinna þetta, það er stóra málið, nema Jóhanna ætli að flytja inn fleiri Pólverja og Letta til að vinna fiskinn,“ segir Þórður Rafn Sigurðsson, formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert