Morgunhressing blásin af

Átakið Hjólað í vinnuna stendur til 26. maí nk. Nú …
Átakið Hjólað í vinnuna stendur til 26. maí nk. Nú þegar hafa 7.160 manns skráð sig til leiks, sem er metþátttaka að sögn aðstandenda. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Skipu­leggj­end­ur átaks­ins Hjólað í vinn­una hugðust bjóða þátt­tak­end­um upp morg­un­hress­ingu í morg­un á leið til vinnu, en urðu að blása uppá­tækið af vegna hvassviðris. 

„Við hefðum ekki átt von á því að veðrið gæti sett strik í reikn­ing­inn á þess­um tíma árs,“ seg­ir Jóna Hild­ur Bjarna­dótt­ir, sviðsstjóri al­menn­ingsíþrótta­sviðs Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Íslands, sem hef­ur um­sjón með átak­inu Hjólað í vinn­una. 

Seg­ist hún hafa mætt ásamt öðrum klukk­an sex í morg­un til að setja upp tjöld til að hýsa morg­un­hress­ing­una, en um leið og fyrsta tjald­inu hafi verið komið upp hafi því fokið um koll. „Þá ákváðum við að fresta þessu,“ seg­ir Jóna. 

Spurð hvort hún viti til þess að ein­hverj­ir hafi ætlað sér að þiggja gott boð um morg­un­hress­ingu svar­ar Jóna því ját­andi og sagðist þegar hafa fengið  nokkra tölvu­pósta frá liðsstjór­um sem mætt hefðu með hópa sína á þá staði sem búið var að aug­lýsa sem án­ingastaði. 

Að sögn Jónu verður miðviku­dag­inn 27. maí nk. gerð önn­ur til­raun til þess að bjóða þátt­tak­end­um morg­un­hress­ingu á þrem­ur stöðum í borg­inni. Þeir staðir eru hjá Geirs­nefi við Elliðavog, við brúna yfir Kringlu­mýr­ar­braut­ina Naut­hóls­meg­in og við gatna­mót Sæ­braut­ar og Kringlu­mýr­ar­braut­ar. Þá verður boðið upp á ávexti og kaffi milli kl. 07.30-09.30. 

Þátt­tak­an í átak­inu Hjólað í vinn­una hef­ur þegar slegið öll met, en ennþá er hægt að skrá þátt­töku sína. Að sögn Jónu voru 533 skráðir til leiks þegar átak­inu var fyrst hleypt af stokk­un­um fyr­ir sjö árum. Í fyrra voru alls 7.065 skráðir, en nú þegar eru skráðir til leiks 7.160 manns. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert