Öruggir bílar fara úr landi

Reuters

„Það var já­kvætt að stjórn­völd skyldu gera eitt­hvað til að létta und­ir með skuldug­um heim­il­um og gera þeim kleift að selja bíla úr landi. En aðgerðin virkaði aðeins fyr­ir þröng­an hóp því erfitt er fyr­ir ein­stak­ling að selja bíl­inn sinn beint út, auk þess hvíla lán á mörg­um af þeim bíl­um sem mest ligg­ur á að selja og ef lánið er hærra en and­virði bíls­ins geng­ur sal­an ekki,“ seg­ir Jón Trausti Ólafs­son, markaðsstjóri Heklu.

„Þegar stjórn­völd ákváðu að end­ur­greiða virðis­auka­skatt og vöru­gjöld af notuðum bíl­um sem seld­ir voru úr landi var end­ur­greiðslan hlut­falls­lega mest fyr­ir bíla í verðflokkn­um frá þrem­ur og upp í fimm millj­ón­ir króna og þeim mun nýrri sem bíll­inn var, þeim mun hærri end­ur­greiðsla. Þetta hef­ur valdið því að nokkuð af ör­ugg­um, um­hverf­i­s­væn­um og ný­leg­um bíl­um hef­ur farið úr landi, fyr­ir til­stilli þess­ar­ar aðgerðar, en eitt af mark­miðum aðgerðar­inn­ar var ein­mitt hið gagn­stæða, það er að auka hlut­fall um­hverf­i­s­vænna og ör­ugg­ari öku­tækja í um­ferð.

Þetta auk gríðarlegs sam­drátt­ar í sölu á þessu og síðasta ári ger­ir það að verk­um að í haust mun vafa­lítið skorta notaða bíla af ár­gerðinni 2008 og 2009.“

Að mati Jóns Trausta gætu ís­lensk stjórn­völd til dæm­is fetað í fót­spor þýskra stjórn­valda sem greiða 2.500 evr­ur með göml­um bíl þegar nýr er keypt­ur, eða um 425.000 krón­ur á nú­ver­andi gengi og þar gefa selj­end­ur bíla sam­svar­andi af­slátt af nýja bíln­um.

„Hér á landi mætti hugsa sér að greiða 100 til 200.000 króna end­ur­greiðslu fyr­ir gamla, óör­ugga og óum­hverf­i­s­væna bíla sem skilað er inn til end­ur­vinnslu. Slík end­ur­greiðsla kynni að auka sölu á nýj­um bif­reiðum um 15 til 20% nú þegar, sem og að auka sölu á notuðum bíl­um um­tals­vert.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert