Brotnar rúður þinghússins hafa haft mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn allt frá því að búsáhaldabyltingin stóð sem hæst. Nú er það fyrir bí þar sem iðnaðarmenn voru að störfum í allan morgun við að lagfæra ásýnd þinghússins sem á að vera upp á sitt besta við þingsetninguna á föstudag.
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að aldrei hafi staðið til að hafa rúðurnar brotnar heldur hafi tekið tíma að panta sérstakt gler.
Sjá mbl sjónvarp.