Snarhækkun á bílum

Reuters

Verð á nýjum, vinsælum fólksbifreiðum hefur snarhækkað eftir gengishrun krónunnar og má segja að tegundir sem á síðustu árum hafa verið ætlaðar millitekjufólki séu margar komnar í næsta verðflokk og gott betur.

Sem dæmi um hækkanir á síðustu 12 mánuðum má nefna að Subaru Forester hefur hækkað um 1.640 þúsund krónur, Toyota Corolla um 730 þúsund krónur og Skoda Octavia um 1.250 þúsund. Hækkunin nemur oft tugum prósenta. Á sama tíma hafa tekjur ríkissjóðs af vörugjöldum á bifreiðar hrunið frá því að nema samanlagt ríflegum framkvæmdakostnaði við tónlistarhúsið á árunum 2005, 2006 og 2007 í að nema aðeins um tveimur milljörðum króna á þessu ári, gangi bjartsýnustu spár eftir. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert