Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hefur skipað Svanhvíti Jakobsdóttur forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til næstu fimm ára.
Svanhvít hefur verið settur forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í rúmlega ár, áður var hún sviðstjóri fjármála- og rekstrarsviðs heilbrigðisráðuneytisins og skrifstofustjóri á fjármálaskrifstofu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins frá 1993 til 2007.
Meginhlutverk forstjóra er að tryggja að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins veiti eins góða heilbrigðisþjónustu og framast er unnt. Forstjóri ber ábyrgð á að heilsugæslan starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf.